Örskýring: Bylting á Beauty Tips

Um hvað snýst málið?

Gríðarlegur fjöldi kvenna hefur deilt reynslu sinni af kynferðisofbeldi innan hópsins Beauty Tips á Facebook.

Byltingin hefur teygt sig inn á Twitter þar sem fólk notar kassamerkin #konurtala og #þöggun til að deila reynslu sinni og hvetja til dáða.

Hvað er búið að gerast?

Byltingin hófst þegar Guðrún Helga Guðbjartsdóttir spurði inni í Beauty Tips-hópnum hvort einhver hafði „lent í Sveini Andra“ en nú má lesa ótrúlegan fjölda átakanlegra sagna.

Sagt er frá nauðgunum, misnotkun í barnæsku og öðru kynferðisofbeldi. Í frétt RÚV um málið kom fram að margar stelpur og konur séu að opna sig í fyrsta sinn um ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir.

Andrea Eyland Sóleyjar- og Björgvinsdóttir, ein af þeim sem hefur sagt sína sögu, segir á RÚV að fjöldinn sem stígi fram sýni hvað vandinn er vanmetinn.

Að lesa þessar sögur hvetur aðrar konur til að stíga fram og segja frá. Þær þurfa að vita að þær hafa ekkert til að skammast sín fyrir. Það þarf að rífa niður þöggunarmúrinn, sem hefur engan tilgang annan en að verja gerendurna.

Beauty tips er vettvangur tæplega 25 þúsund kvenna á Íslandi til þess að ræða ýmisleg málefni.

Hvað gerist næst?

Druslugangan hefur það markmið að uppræta kynferðisofbeldi og skila skömminni. Hún verður haldin 25. júlí.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Instagram