Örskýring: Hvað er Tidal og hvað kemur það Jay-Z við?

Auglýsing

Um hvað snýst málið?

Tidal er tónlistarveita á netinu í eigu fyrirtækisins Project Panther Ltd. Það er aftur á móti í eigu rapparans Jay-Z. Tidal er með 550 þúsund áskriftendur og stærir sig af því að bjóða upp á betri hljóðgæði en samkeppnisaðilar á borð við Spotify. Tidal bíður einnig upp á tónlistarmyndbönd í háskerpu.

Hvað er búið að gerast?

Fjölmargir frægir tónlistarmenn hafa verið kynntir sem eigendahópur Tidal: Beyoncé, Rihanna, Kanye West, Jack White, Arcade Fire, Usher, Nicki Minaj, Chris Martin, Alicia Keys, Calvin Harris, Daft Punk, deadmau5, Jason Aldean, J. Cole og Madonna ásamt Drake og meðlimum Coldplay.

Auglýsing

Áskrift að Tidal kostar 9,99 dali. Ólíkt Spotify er Tidal ekki í boði frítt með auglýsingum.

Enn sem komið er þjónusta Tidal ekki í boði á Íslandi. Tónlistarveitan opnaði fyrst fyrir þjónustu sína í Bandaríkjunum, Bretlandi og Kanada í lok október árið 2014. Í janúar á þessu ári var svo opnað fyrir þjónustuna í Írlandi, Finlandi, Hollandi, Belgíu og Lúxemborg.

Tidal lofar listamönnunum hærri höfundarréttargreiðslum en sambærilegar þjónustur á borð við Spotify.

Hvað gerist næst? 

Það verður spennandi að fylgjast með samkeppni Tidal og Spotify. Og hvort Tidal opni þjónustu sína hér á landi í náinni framtíð.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram