Auglýsing

Örskýring: Það sem við vitum um flótta strokufangans frá Sogni

Um hvað snýst málið?

Sindri Þór Stefánsson skreið út úm glugga fangelsins að Sogni aðfaranótt þriðjudags og flúði í kjölfarið land.

Hvað er búið að gerast?

Sindri fór með vél Icelandair klukkan 7.34 til Svjíþjóðar og lenti á Arlanda-flugvellinum klukkan 12.45 að staðartíma. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í sömu vél.

Sindri notaði flugmiða með nafni annars manns til að komast úr landi en lögreglan notaði öryggismyndavélar í Keflavíkurflugvelli til að staðfesta að um hann var að ræða. Alþjóðleg handtökuskipun hefur verð gefin út en lögreglan á Suðurnesjum vinnur nú að því í samstarfi við sænsk lögregluyfirvöld að hafa uppi á Sindra.

Lögreglan á Suðurnesjum fékk ekki tilkynningu um flóttann fyrr en klukkan átta í gærmorgun eftir að fangarnir að Sogni voru taldir.

Sindri er grunaður um að tengjast þjófnaði á 600 tölvum úr tveimur gagnaverum og hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar.

Hvað gerist næst?

Páll Winkel fangelsismálastjóri segir í samtali við RÚV að fangar sem strjúki úr opnu fangelsi séu fluttir í lokað fangelsi og að viðkomandi sé síðan úrskurðaður í agaviðurlög og það hafi áhrif á reynslulausn.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing