13 lögmál sem foreldrar skilja og ættu bara ekkert að slást við

Þú munt aldrei ná mynd af því þegar barnið þitt er að gera mest brilljant hlut í heimi eða er upp á sitt sætasta. Þú verður alltaf nokkrum sekúndum of sein/n. Þetta er dæmi um lögmál sem foreldrar ættu ekkert að slást við. Sumt er nefnilega svaðalega algilt, þó allt sé yfirleitt afar persónulegt. En sumt er nokkuð bókað, eins og:

1. Símalögmálið

Börnin þín munu alltaf rífast eða þurfa mest á þér að halda meðan þú ert í símanum.

2. Smjörlögmálið

Smjör-hliðin mun alltaf lenda í gólfinu og þriggja sekúndureglan er líklega lygi.

3. Klósettlögmálið

Ef þú átt eitthvað sem er lítið, dýrt og mikilvægt mun það á einhverjum tímapunkti lenda oní klósettinu. Sérstaklega ef það er rafeindatæki.

4. Vá-lögmálið

Ef barnið kann eitthvað trikk eða bragð, brandara eða býr yfir einhverjum vá-verðum hæfileikum mun það aldrei sýna slíkt eftir pöntun, þ.e. þegar þig langar að monta þig af því fyrir framan annað fólk.

5. Annað lögmál hins óumflýjanlega klósetts

Það þarf alltaf einhver að pissa.

6. Lögmál hinnar afskiptu miðju

Ef eitthvað gleymist er það iðulega eitthvað dót fyrir miðjubarnið. Eða miðjubarnið í heild sinni.

7. Lögmál eyrnaormanna

Barnið þitt mun fá það lag á heilann sem þú hatar mest.

8. Svengdarlögmálið

Það er er alltaf einhver svangur.

9. Puttalögmálið

Það er ekkert sem þú getur beinlínis sagt til þess að fá börn til þess að hætta að bora í nefið. Það virkar hinsvegar að teipa fingurna á þeim saman.

10. Lögmál framboðs og eftirspurnar

Þú finnur annað hvort snuð út um allt (þegar það vantar ekki) eða ekkert snuð hvergi (þegar barnið stendur á gólinu).

11. Nafnalögmálið

Ef þú átt fleiri en eitt barn þá munt þú rugla nöfnunum á þeim saman, þó þú eigir bara tvö börn og þau séu ekki af sama kyni. Þetta er af því að þú ert foreldri og heilinn á þér er upptekinn.

Veistu af fleiri lögmálum? Deildu þeim með okkur, Nútímaforeldrar eru líka á Facebook.
Lækaðu ef þér líkar síðan okkar og þá missir þú ekki af neinu.

 

 

Auglýsing

læk

Instagram