Aziz Ansari gefur út myndband við Famous eftir Kanye West

Aziz Ansari, sem er hvað þekktastur fyrir leik sinn í þáttunum Master of None, gaf nýverið út myndband við lagið Famous eftir Kanye West, ásamt vini sínum Eric Wareheim (sem leikur einnig í þáttunum).

Myndbandið var tekið upp á Ítalíu, en fréttir herma að Aziz sé þar til þess að taka upp aðra seríu af Master of None.

Til gamans má geta að Eric Wareheim, sem leikstýrir myndbandinu, hefur einnig leikstýrt fjölmörgum tónlistarmyndböndum fyrir listamenn á borð við Flying Lotus, Major Lazer og Mr. Oizo.

Auglýsing

læk

Instagram