Auglýsing

Byssubófar taka gínuáskoruninni: lögreglan fagnar

Það má segja að nokkrir karlmenn í Alabama fylki í Bandaríkjunum hafi gengið of langt í viðleitni sinni að framkvæma gínuáskorunina svokallaða („mannequin challenge“) í nóvember, en í myndbandi sem einn mannanna deildi á Facebook síðu sinni stillir fyrrnefndur hópur karlmanna sér upp líkt og að hann sé í miðjum skotbardaga (sjá myndband hér fyrir ofan). 

Í kjölfarið á birtingu myndbandsins fékk lögreglan í Atlanta veður af athöfninni og varð sér úti um leitarheimild. Að lokum réðst sérsveitin (SWAT) inn í húsið sem greina má í myndbandinu síðastliðinn þriðjudag. Rassían varð til þess að tveir karlmenn, þeir Kenneth Fennell White (49 ára) og Terry Brown (23 ára) voru ákærðir fyrir að hafa í fórum sér ólögleg skotvopn og fíkniefni. 

Einnig lagði lögreglan hald á tvær skammbyssur, hríðskotariffil (assault rifle) og haglabyssu, sem og skotfæri og skothylki. Ekki liggur fyrir hvort að fyrrnefnd skotvopnin koma fyrir í myndbandinu sjálfu. Að sögn lögregluforingjans Mike Salomonsky, má búast við fleiri ákærum þökk sé myndbandinu.

Nánar: https://www.huffingtonpost.com/…

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing