Allt það sem er að SKE 30.08.2016

Auglýsing

Í dag er 30. ágúst 2016.

Það eru 123 dagar eftir af árinu.

Þennan dag árið 2013 dó írska ljóðskáldið Seamus Heaney.

Hér er hann að lesa ljóðið Digging.

Auglýsing

Það er nóg um að vera í menningarlífinu í dag.

1. Magadans á haustönn.

Kristína Berman verður með léttan magadans á þriðjudögum í haust, í Listdansskólanum við Engjateig. Allir velkomnir.

https://www.facebook.com/events/214470788954907/

Hvar: Listdansskóli Íslands (Engjateigur 1, 101 Reykjavík)
Hvenær: 20:00
Aðgangur: ??? (Ókeypis miðað við upplýsingar á viðburðarsíðu)

2. Bachata kvöld á Bryggjunni.

„Þá er komið að bachatakvöldi á Bryggjunni! Ókeypis byrjendatími frá kl. 21 – 21:30 og síðan dönsum við eftir það til hálftólf. DJ og kennari kvöldsins er Sessý. ALLIR velkomnir, sérstaklega þeir sem hafa enga reynslu af dansi og mæta einir! Engin þörf fyrir mæta með dansfélaga. Eins og venjulega spilum við ekki bara bacahta, heldur líka salsa og kizomba. Komdu og prófaðu seiðandi og suðrænt danskvöld með tónlist og dansi frá Suður-Ameríku! Sjáumst! Bachata Iceland.“

https://www.facebook.com/events/294181954276190/

Hvar: Bryggjan Brugghús (Grandagarður 8, 101 Reykjavík)
Hvenær: 21:00-23:00
Aðgangur: Ókeypis

3. Elit Art of Martini alþjóðleg kokteila keppni.

„Elit Art of Martini er alþjóðleg kokteila keppni þar sem margir af færustu barþjónum landsins etja kappi. Alls munu 6 barþjónar keppa á lokakvöldinu á Bazaar Oddsson þar sem hver og einn mun framreiða sína útgáfu af martini drykk þar sem grunnurinn er Elit ultra luxury vodka. Til mikils er að vinna þar sem sigurverðlaun er ferð til Ibiza á vegum Elit þann 23-25. sept. Bjór og kokteilar verða í boði á meðan birgðir endast og tilboð á barnum allt kvöldið á meðan keppni stendur. Endilega mætið og styðjið við bakið á ykkar barþjóni!

Barþjónarnir sem keppa eru:
Teitur Ridderman Schiöth frá Slippbarinn
Aðalsteinn Bjarni Sigurðsson frá Pablo Discobar
Sævar Helgi Örnólfsson frá Sushisamba
Orri Páll Vilhjálmsson Hrist af Hönnu Katrínu frá Apotek Restaurant
Arnar Geir Bjarkason frá Public House – Gastropub
Lekë Lekaj frá Bazaar

https://www.facebook.com/events/677434309071457/

Hvar: Bazaar (Oddson, Hringbraut 121, 101 Reykjavík)
Hvenær: 18:00-21:00
Aðgangur: Ókeypis

4. Reynir Snær (gítarleikari) í Græna herberginu.

„Reynir Snær er ungur og ákaflega flottur gítarleikarir. Hann leikur listir sýnar á efri hæðinni. Kíktu á hann! Aðgangur ókeypis:)“

https://www.facebook.com/events/919975088146589/

Hvar: Græna herbergið (Lækjargata 6, 101 Reykjavík)
Hvenær: 22:00-00:00
Aðgangur: Ókeypis

5. Dans í Dimmu.

„Á hverjum þriðjudegi dönsum við saman í dimmu í klukkutíma, gleðjumst og svitnum í myrkri. Tíminn kostar 1000 kr og aðeins er tekið við reiðufé. Hægt er að kaupa 5 skipta kort á 3000 kr. Meiri upplýsingar á síðunni okkar www.facebook.com/dansidimmu.“

https://www.facebook.com/events/861591247309992/

Hvar: Dansverkstæðið (Skúlagata 30, 101 Reykjavík)
Hvenær: 18.50-20:00
Aðgangur: 1.000 ISK (aðeins tekið við reiðufé)

6. Heimildarmyndin If A Tree Falls sýnd í Andrými.

Heimildarmyndin If a tree falls: A Story of the Earth Liberation Front verður sýnd í Andrými þriðjudagskvöld 30. ágúst. Kaffi á könnunni – mögulega popp!“

https://www.facebook.com/events/850104225133942/

Hvar: Andrými (Klapparstígur 19, bakhús, 101 RVK)
Hvenær: 20:00-22:00
Aðgangur: Ókeypis

7. East Forest + EinarIndra + Organic Dreamscapes Live á Húrra.

East Forest heimsækir Reykjavík á ný.

https://www.facebook.com/events/562567303922800/

Hvar: Húrra (Tryggvagata 22, 101 RVK)
Hvenær: 20:00-23:00
Aðgangur: 1.000 ISK (miðar fáanlegir við hurð eða á hurra.is)

8. Swap Till You Drop skiptimarkaður á Loft.

„Gömlu fötin þín og bækur eiga nýtt líf skilið. Komdu á Loft og skiptu þeim út. Happy Hour frá 16:30-19:00

https://www.facebook.com/events/1718298075089395/

Hvar: Loft Hostel (Bankastræti 7, 101 Reykajvík)
Hvenær: 16:30-19:00
Aðgangur: Ókeypis

9. Hátíðartónleikar Þórdísar á Rosenberg.

„Í tilefni af að góðum og skemmtilegum áföngum er náð, útskrift og stórafmæli (fyrir ári), held ég tónleika á Café Rosenberg. Með mér verður einvala lið; Friðrik Karlsson, Pálmi Sigurhjartarson, Eiður Arnarson, Fúsi Óttars, Daniel Cassidy og Cheick Bangoura. Ung og upprennandi söng- og tónlistarkona Tara Mobee flytur nokkur lög af sinni alkunnu snilld. Að auki hittist VoxFox á ný og tekur nokkra stórskemmtilega og fallega tóna auk þess sem vinir úr Kór Lindakirkju trylla lýðinn.Tónlistin verður á ljúfum nótum en þó úr öllum áttum.“

https://www.facebook.com/events/664370093738663/

Hvar: Rosenberg (Klapparstígur 25-27, 101 RVK)
Hvenær: 21:00-23:00
Aðgangur: 1.500 KS (einungis reiðufé)

10. Við erum hér en hugur okkar er heima.

Þriðjudaginn 30. ágúst kl. 21 verður Könnunarleiðangurinn á Töfrafjallið til staðar í Mengi og deilir tíðindum úr samtíma með viðstöddum. Við lifum á tíma þar sem núið er aðeins orsök og tilfinningin er iðandi ótti blandinn eftirvæntingu.

Við erum öll veik.

Leiðangurinn á Töfrafjallið er sjö ára könnun (2013-2020) og lestur á sjúkdómseinkennum samtímans. Þátttakendur í K. Á T. eru Ása Helga Hjörleifsdóttir, Birna Bjarnadóttir, Gauti Kristmannsson, Haraldur Jónsson, Karlotta Blöndal, Steingrímur Eyfjörð og Unnar Örn Auðarson.“

https://www.facebook.com/events/846277465502432/

Hvar: Mengi (Óðinsgata 2, 101 RVK)
Hvenær: 21:00-22:30 (Húsið opnar 20:00)
Aðgangur: 2.000 ISK

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram