Nánast allir gestir Kronik á fjórum mínútum (myndband)

Útvarpsþátturinn Kronik snéri aftur í fyrra (laugardaginn 26. nóvember) eftir um það bil 10 ára pásu en þátturinn hóf göngu sína árið 1993 á X-inu 977. 

Síðan þá hefur fjöldin allur af góðum gestum kíkt í heimsókn.

Í tilefni þess að það er veglegur þáttur í vændum næsta laugardag – þar sem tvíeykið SAMA-SEM (Dadykewl og BNGRBOY); JóiPé og Chase; og rapparinn Kilo kíkja í heimsókn – klippti SKE saman myndband þar sem flestir gestir þáttarins sjást grípa í hljóðnemann (sjá hér fyrir ofan). 

Hér eru þeir listamenn sem getur að líta í myndbandinu í réttri röð: Sturla Atlas, Igna, Reykjavíkurdætur, Lord Pusswhip, Dabbi T, Landaboi$, Cheddy Carter, Huginn, Dadykewl, Geisha Cartel, Joey Cypher, Alexander Jarl, CYBER, GKR, Lefty Hooks, Þorri, Bent, Kilo, Herra Hnetusmjör, Black Pox, HRNNR & Smjörvi, Alvia, Emmsjé Gauti, Mælginn, Class B (FL), Blaz Roca, Countess Malaise, Helgi Sæmdundur (Úlfur Úlfur), Herra Hnetusmjör og Óli, Arnar Freyr (Úlfur Úlfur), Birnir, Elli Grill (SOR), Aron Can, Dóri DNA, Byrkir-B (FL), JóiPé & Króli.

Auglýsing

læk

Instagram