SKE kíkir á rúntinn með Arnari Jónssyni: „Sé eftir ótal mörgu“

Auglýsing

Í bílnum

Samkvæmt Wikipedia er Arnar Jónsson sá leikari sem hefur leikið hvað flest aðalhlutverk á sviði í Íslandssögunni en nýverið kíkti SKE á rúntinn með þessum merka leikara sem er jafnframt þekktur fyrir einstaklega fagra röddu (sjá hér að ofan). 

Nánar: https://en.wikipedia.org/wiki/Arnar_J%C3%B3nsson_(actor) 

Auglýsing

Nýtti SKE sér tækifærið og bað hann um að lesa upp eitt, tvö ljóð á meðan á rúntinum stóð. Valdi hann ljóðið Heimurinn og ég eftir stórskáldið Stein Steinarr en að sögn Arnars var Steinn Steinarr einn af fyrstu ljóðskáldunum sem kom til hans. 

Aðspurður hvort að hann sjái eftir einhverju á lífsleiðinni svaraði hann því játandi:

„Að sjálfsögðu, alveg ótal hlutir. Það væri nú skárra ef maður sæi ekki eftir neinu; þá hefði maður varla lifað.“

– Arnar Jónsson

Athugið að myndbandið hér fyrir ofan er stutt útgáfa af viðtalinu en lengri útgáfan mun rata inn á SKE.is á allra næstu dögum. 

Hér er svo ljóðið Heimurinn og ég í heild sinni:

Þess minnist ég, að mér og þessum heimi /
Kom misjafnlega saman fyrr á dögum /
Og beggja mál var blandið seyrnum keimi / 
Því báðir vissu margt af annars högum /
Svo henti lítið atvik einu sinni /
Sem okkur, þessa gömlu fjandmenn, sætti /
Að ljóshært barn, sem lék í návist minni / 
Var leitt á brott með voveiflegum hætti /
Það hafði veikum veitt mér blessun sína /
Og von, sem gerði fátækt mína ríka /
Og þetta barn, sem átti ástúð mína /
Var einnig heimsins barn ­ og von hans líka /
Og við, sem áður fyrr með grimmd í geði /
Gerðum hvor öðrum tjón og falli spáðum /
Sáum það loks í ljósi þess, sem skeði /
Að lífið var á móti okkur báðum /
Nú ölum við ei lengur beiskju í barmi /
Né byrgjum kala neinn í hjörtum inni /
Því ólán mitt er brot af heimsins harmi /
Og heimsins ólán býr í þjáning minni /

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram