Auglýsing

„Hin ,íslenska’ Low Roar slær í gegn í tölvuleikjastiklu“

Tónlist

„Íslenska“ hljómsveitin Low Roar (hljómsveitin var stofnuð eftir að söngvari sveitarinnar, Ryan Karazija, flutti frá Kaliforníu til Íslands árið 2010) kemur við sögu í einum af fréttum dagsins á hinni virtu tónlistarsíðu Rolling Stone, en fréttin varðar nýja stiklu fyrir leikinn Death Stranding, eftir tölvuleikjahönnuðinn Hideo Kojima (sjá hér fyrir ofan). Stiklan hefur vakið mikla athygli og þá sérstaklega tónlist Low Roar við stikluna. Hér fyrir neðan má lesa fréttina í íslenskri þýðingu:

„Það eru ekki margar stórstjörnur í heimi tölvuleikjanna. Fyrir utan, kannski, Hideo Kojima. Japanski tölvuleikjahönnuðurinn er maðurinn á bakvið Metal Gear Solid seríuna sem hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda. Nú vinnur Kojima að nýjum leik, Death Stranding. Óvæntur hittingur Kojima og Low Roar í íslenskri plötubúð varð til þess að hljómsveitin var ráðin til þess að semja tónlist fyrir leikinn en myndefni leiksins þykir afar athyglisvert: Ímyndaðu þér Mads Mikkelsen, helling af örmum, nakinn Norman Reedus og leikstjórann Guillermo del Toro að hlaupa yfir polla með fóstur í flösku.

Stiklurnar úr leiknum hafa slegið í gegn meðal aðdáenda Kojima og söngvari Low Roar, Ryan Karazija, nýtur þess að aðdáendur séu byrjaðir að tengja tónlist Low Roar við þennan furðulega, dystópíska heim:“

„Það er fyndið, fólk er að búa til þessar – og ég ætla mér ekki að reyna sannreyna þetta – en eru að búa til þessar kenningar um lögin okkar og hvernig þau tengjast leiknum … eins og það að spila lögin okkar aftur á bak, eða tvö lög í einu … eða það að sjá eitthvað á plötuumslagi annarrar plötu okkar sem þeir tengja við Norman Reedus og hvernig það svipar til leiksins. Þeir telja sig hafa fundið tákn í hárinu á mér.“

– Karazija

Nánar: https://www.rollingstone.com/mu…

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing