Hlaðvarp mánaðarins: The Philosopher’s Zone

Heimspeki er íþrótt efasemdamanna. Hann sá sem hefur tamið sér þankagang heimspekinnar getur vellt sér upp úr jafnvel hinum einföldustu hlutum, að svo er virðist, endalaust. Taktu sem dæmi grænan Quality Street mola: „Hvaða kröfur þarf tiltekið fyrirbæri að uppfylla til þess að geta kallast moli? Veltur tilvera molans á tilvist sjáandans? Er molinn grænn – eða er litur bara tilbúningur hugans? Er það siðferðislega rétt eða rangt að borða molann? Hvað verður um plastið – og hver framleiddi það? Hver hagnast af sölu molans?“ The Philosopher’s Zone er ástralskt hlaðvarp undir stjórn Joe Gelonesi. Í hverri viku, oftast á sunnudögum, lítur nýr þáttur dagsins ljós. Í síðasta þætti ræddi Joe Gelonesi við heimspekinginn Jairus Grove um skammtaflækjur (Quantum Entanglements). SKE viðurkennir að hafa átt erfitt með að skilja inntak samtalsins; en oft knýr skilningsleysið lærdómshestinn sporum.

Nánar: https://www.abc.net.au/radionat…

Auglýsing

læk

Instagram