“Inertia” (myndband)—ný plata á morgun

Auglýsing

Fréttir

Á morgun (3. ágúst) gefur bandaríski rapparinn Mac Miller út plötuna Swimming. Platan mun innihalda þrettán lög—og eitt af þeim lögum sem verður EKKI að finna á plötunni er lagið Inertia en rapparinn gaf út myndband við lagið í gær (sjá hér að ofan). Inertia virðist einungis vera gefið út í auglýsingaskyni, þ.e.a.s. til þess að minna á útgáfu fyrrnefndrar plötu. Hvað sem því líður er lagið þó afar vel heppnað.  

Mac Miller hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið; ásamt því að hafa slitið sambandi sínu við söngkonuna Ariana Grande var hann einnig handtekinn fyrir ölvunarakstur í maí. Samkvæmt blaðamanni The Guardian hefur rapparanum þó tekist að kreysta límonaði úr sítrónum illæranna en í plötudómi sem birtist á vefsíðu Guardian í dag fær platan fjórar stjörnur af fimm mögulegum: „erfiðleikar Miller leiða til vitrari, sorglegri og betri plötu.“

Auglýsing

Nánar: https://www.theguardian.com/mu…

Lagalisti plötunnar Swimming er svohljóðandi:

1. “Come Back to Earth”
2. “Hurt Feelings”
3. “What’s The Use?”
4. “Perfecto”
5. “Self Care”
6. “Wings”
7. “Ladders”
8. “Small Worlds”
9. “Conversation Pt. 1”
10. “Dunno”
11. “Jet Fuel”
12. “2009”
13. “So It Goes”

Hér fyrir neðan er svo lagið Self Care sem verður að finna á plötunni Swimming en rapparinn gaf út myndband við lagið í byrjun júlí.

Síðast gaf Mac Miller út plötuna The Divine Feminine árið 2016.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram