Auglýsing

„Kærum okkur ekki um órökstutt hatur.“ – Landaboi$

SKE: Öll eigum við okkar Agent Smith: eitthvert fyrirbæri, andlegt eða efniskennt, sem á sér það markmið, eitt, að viðhalda óbreyttu ástandi; að sporna við getu okkar til þess að brjótast út úr fastmótuðum heimi; sumsé, að ganga okkar eigin veg. Nýverið sendi hljómsveitin Landaboi$ – sem á rætur sínar að rekja til MR – frá sér myndband við lagið Matrix, sem fjallar um fyrrgreinda togstreitu. SKE heyrði í Boi$ og spurði þá nánar út í lagið, íslensku rappsenuna og Pokémon. Gjörið svo vel:

SKE:
Þið voruð að senda frá ykkur myndband við lagið Matrix. Hvað
getið þið sagt okkur um lagið?
 

„Senan hirðir ekkert um okkur, því við djókum með það að
leika okkur að vopnum.“ 

Landaboi$: Með þessu lagi erum við að sýna
og sanna hæfileika og stað okkar í íslensku Hip-Hop senunni. Við
höfum ferska og einkennandi stefnu sem fær mikla gagnrýni. Lagið
fjallar um það að við kærum okkur ekki um órökstutt hatur sem
og við þurfum ekki að hafa upplifað sögu til þess að segja
hana. Konseptið að laginu er klassískt, „braggadocious“ rapp
en með Landaboi$ ívafi. Í stuttu máli erum við að tala um
ýktan, glæstan lífstíl og að fólk eigi að hlusta á rappið
okkar.

SKE:
Eigum við öll okkar Agent Smith (eða hver er Agent Smith í lífi
Landaboi$?)
 

Landaboi$: Agent
Smiths í lífi Landaboi$ eru klárt mál lið sem tekur okkur alltof
alvarlega, hlustar ekki á okkur, hatar á okkur eða er „sleepin’
on us!“ Við eigum okkur þó enga andstæðinga í raun, ekki það
að við viljum eiga þá heldur. Við lentum eitt sinn upp á kant
við hljómsveit sem hét Gucci boys, lagið okkar Pussybois er
tileinkað þeim. Allir rígar sem við höfum lent í hafa ekki
verið hitaðir og endar það alltaf á góðu nótunum og jafnvel
vinskap.

SKE:
Hvaðan kemur nafnið Landaboi$?
 

Landaboi$:
Nafnið var upprunalega notað sem nafn á útvarpsþætti í
útvarpsviku MR. Þegar sveitin var stofnuð vantaði nafn og var það
tekið. Upprunalega var sveitin stofnuð í gríni, sbr. nafnið, en
fólk fór fljótt að fýla tónlistina okkar. Viðfangsefni
textanna okkar eru að stórum hluta grín og glens ekki en ekki
algildur sannleikur og nafnið gefur það sterklega til kynna.
Textar okkar eru nær alltaf háðsdeila á klassísku bandarísku
rappímyndina. Fólk er og var skeptísk um okkur sem listamenn,
okkur hefur verið neitað um gigg útaf nafninu t.d., en við
ákváðum að halda okkur við þetta nafn, það gleymir enginn
nafninu Landaboi$.

SKE:
Ef þið yrðuð að lýsa Landaboi$ líkt og að crew-ið væri
japanskt skrímsli í víðfrægum tölvuleik (Pokémon) – hvernig
myndi sú lýsing hljóða?



Landaboi$:
Landaboi$ eru Pokémonarnir sem voru bannaðir alls staðar nema í
Asíu fyrir að vera of sexý og „sexually explicit.“ Landaboi$
er svona blanda af Mewtoo og Charizard, of gott til að vera satt.

SKE:
Hvaða íslenskir rapparar eru í uppáhaldi um þessar
mundir?
 

Landaboi$: Íslenska
rappsenan er að blómstra sem aldrei fyrr og hellingur af fólki er
að gera helling af „decent“ stöff-i. Við getum samt allir
sammælst um það að Alexander Jarl, Gísli Pálmi, Herra
Hnetusmjör og Shades og Reykjavík séu okkar uppáhalds íslensku
artistar sem og mesti innblástur okkar.

SKE:
Heimspekingurinn Nick Bostrum telur það líklegt að við lifum öll
í einskonar Matrix-i, þeas að við lifum í tölvugerðum heimi.
Eruð þið sammála því?



Landaboi$:
Það er aldrei að vita. Sú hugmyndafræði að umheimurinn sé
óraunverulegur, solipsismi, er mjög áhugaverð. Mörg heimspekin
hefur verið rædd yfir landaglasi, en við erum allir sammála
þeirri skoðun að Nick Bostrum er maður með vit, það eru allir
með Agent Smiths á hælunum í þessum stafræna heimi sem við
lifum í. Heimurinn er smekkfullur af fólki sem vill rakka mann
niður fyrir að fylgja ekki straumnum.

SKE:
Í texta lagsins kemur fram að þið séuð „fullbókaðir í þrjár
vikur ‘straight.’“ Eruð þið mikið að gig-a?



Landaboi$:
Fljótlega eftir að við gáfum út plötuna okkar, Landadrengir
lengi lifi
(mæli með að hlusta), var mjög mikið verið að bóka okkur. Við vorum, svona nærri
því, fullbókaðir í þrjár vikur samfleytt. Það var þriggja
vikna skeið þar sem við spiluðum álíka mikið, ef ekki meira,
og við höfðum alls spilað frá stofnun hljómsveitarinnar.

SKE:
Þið gáfuð út plötuna
Landadrengir
lengi lifi
í fyrra. Ætlið
þið að gefa eitthvað út í ár?
 

Landaboi$:
Við erum með fullt af fyrirhuguðum verkefnum, bæði
einstaklingsverkefni sem og fleiri verkefni sem hópur. Þið verðið
bara að bíða og sjá.

SKE:
Uppáhalds lag í dag?

Landaboi$:
Bad
and Boujee

er náttúrulega „instant“ klassík. Við erum að fýla nýja
Migos stöff-ið í drasl! Tempted
með Jazz Cartier er líka í miklu uppáhaldi hjá okkur, skiljum
ekki hvers vegna hann er ekki frægari. Við verðum líka að
kreista einu inn: ELTIGRE með Royal Gíslason er „anthem,“
hlustum alltaf á það til að peppa okkur fyrir gigg.

SKE:
Eitthvað að lokum?
 

Landaboi$:
Við viljum hvetja fólk til að hlusta á tónlistina okkar,
fylgjast með okkur í framtíðinni og fara varlega í
landadrykkjuna.

(SKE þakkar Landaboi$ kærlega fyrir spjallið og hvetur lesendur til þess að fylgjast með strákunum í framtíðinni.)

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing