Kronik snýr aftur!

Útvarpsþátturinn Kronik snýr aftur laugardaginn 26. nóvember eftir um það bil 10 ára pásu. Þátturinn hóf göngu sína árið 1993 á X-inu og, eins og flestir kannski muna, þá sérhæfði þátturinn sig í rapptónlist (sumir vilja meina  að þátturinn hafi ruttt veginn fyrir íslensku Hip-Hop senunni).

Umsjónarmenn þáttarins eru Róbert Aron Magnússon og Benedikt Freyr Jónsson, en í hverri viku þá munu þeir fá til sín góða gesti og plötsnúða. Þátturinn verður í loftinu á hverjum laugardegi frá kl 17:00 til 19:00 og munu þeir Róbert og Benedikt spila nýja Hip-Hop tónlist í bland við gamla, ásamt Dancehall, Grime og tónlist úr öðrum skemmtilegum stefnum.

Hip-Hop senan á Íslandi er á mikilli siglingu og mun þátturinn sinna henni ásamt því sem er að gerast úti í hinum stóra heimi. Einnig mun Kronik bjóða upp á smá nýbreytni; hægt verður að streyma þættinum í beinni og fylgjast með því sem er í gangi í hljóðverinu hverju sinni.

Ekki missa af Kronik öll laugardagskvöld milli 17:00 og 19:00 á X-inu (97,7) í boði Heineken, Smash og Tix.is.

(Ljósmynd: Allan Sigurðsson)

Auglýsing

læk

Instagram