Í gær hófst ráðstefna Repúblikana-flokksins í Bandaríkjunum. Ráðstefnan fer fram í Cleveland og meðal þeirra sem stigu upp í pontu var eiginkona Donald Trump, Melania Trump.
Glöggir áheyrendur bentu á að ræðan hennar Melania svipaði á köflum sterklega til ræðu forsetfrúarinnar Michelle Obama á ráðstefnu Demókrata-flokksins árið 2008.
Fréttaveitan CNN hefur klippt saman ræðurnar tvær til samanburðar (sjá hér fyrir ofan).
Fylgjendur Trumps hafa gert lítið úr meintum ritstuld með vísan í þá staðreynd að ræðan hennar Melania var hátt í 15 mínútna löng og aðeins lítið brot af ræðunni hafi svipað til ræðu Michelle. Sitt sýnist hverjum.
Háðfuglarnir á kommentakerfi Youtube voru hins vegar ekki lengi að láta til sín taka:
„Trump fans will probably claim Michelle copied Melania…. chronology and sense be damned.“ („Aðdáendur Trumps munu eflaust halda því fram að Michelle hafi stolið frá Melania … sama hvað tímatal og heilbrigð skynsemi segir.
– jidf32
„Wow! She stole speech from Michelle, Trump stole from Hitler.“ („Hún stelur frá Michelle, hann frá Hitler.“)
– Sehara
„I have a dream.“ – Melania Trump
– Ryan Copeland