Ný plata frá Juice WRLD gæti verið í bígerð

Auglýsing

Eins og sagt var frá hér á Ske lést rapparinn Juice WRLD langt fyrir aldur fram í síðasta mánuði. Hann hafði verið gífurlega iðinn við að taka upp tónlist – hann skildi eftir sig rúmlega 2000 óútgefin lög og eru samferðarmenn hans að velta fyrir sér að gefa út eitthvað af þessari tónlist. Slúðurvefurinn TMZ segir frá.

Ekki er á þessu stigi vitað hvort að um plötu verði að ræða eða einhverskonar annarskonar útgáfu. Útgáfur eftir dauða listamanns geta verið vandasamar enda eðli málsins samkvæmt framkvæmdar af aðilum öðrum en honum og dæmi um að slíkt sé einungis gert í gróðaskyni fyrir útgáfufyrirtæki og aðra aðila utan fjölskyldu listamannsins.

 

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram