„Ólofaður“ Huginn gefur út nýtt myndband: „Hætti ekki“—ný plata kominn út

SKE: Í hádeginu (9. júlí) gaf tónlistarmaðurinn Huginn út myndband við lagið „Hætti Ekki“ (sjá hér að ofan) en lagið er að finna á plötunni „Eini Strákur (Vol. 1)“ sem kom út fyrir helgi. Myndbandinu leikstýrði Huginn sjálfur í samstarfi við Hlyn Hólm og fara þau Ísak Emanúel Róbertsson, Marín Líf Gautadóttir og Lárus Óli Pétursson með aðalhutverk myndbandsins. SKE heyrði í Hugin fyrir helgi og spurði hann nánar út í plötuna, ástina og ýmislegt annað.

Viðtal: RTH
Viðmælandi: Huginn Frár
Ljósmynd: „Hætti Ekki“ (myndband)

SKE: Sæll Huginn, hvað segirðu gott?

Huginn: Fáránlega góður.

SKE: Til hamingju með plötuna. Var þetta langt ferli?

Huginn: Nei, þannig séð ekki. Það tók mig frekar langan tíma að finna mig í tónlist en um leið og ég gerði það þá gerðist þetta mjög fljótt. Platan tók u.þ.b. tvo til þrjá mánuði.

SKE: Ástin er í fyrirrúmi á skífunni: Ertu ástfanginn eða ólofaður?

Huginn: Ólofaður!

SKE: Hljóðheimur plötunnar er skemmtilegur, og, að einhverju leyti, svolítið poppaður. Hvað ertu að hlusta á þessa dagana og var það einhver listamaður frekar en annar sem veitti þér innblástur við gerð plötunnar.

Huginn: Ég veit það ekki alveg. Ég hlusta ekki mjög mikið á tónlist almennt. Finn mér oftast lög frekar en listamenn. Hlusta á allt frá Bad Bunny yfir í Florida Georgia Line.

SKE: Hvaða þýðingu hefur titill plötunnar, Eini strákur?

Huginn: Ég er þessi Eini Strákur.

SKE: Þormóður Eiríksson pródúseraði bróðurpart plötunnar. Hvernig kom samstarf ykkar til?

Huginn: Við höfðum unnið saman nokkrum sinnum áður og ekki alveg fundið okkur saman—en núna erum við í sama hljóðveri og þetta small bara saman í einhverju session-i. Síðan þá hef ég ekki látið hann í friði!

SKE: Hvað er næst?

Huginn: Vinna meira.

SKE: Eitthvað að lokum?

Huginn: Hlustið á Eini Strákur Vol. 1 á spotify!

Auglýsing

læk

Instagram