„Kilo á íslensku er framtíðin.“ – Kilo ræðir nýja lagið með Röggu Holm

Auglýsing

Kronik

Síðasti þáttur útvarpsþáttarins Kronik fór í loftið síðastliðið föstudagskvöld (1. desember) á X-inu 977.

Gestir þáttarins voru þeir Young Nigo Drippin, Lexi Picasso og Kilo. Hinn síðastnefndi var í miklu stuði; ásamt því að rappa yfir vel valið bít frá DJ B-Ruff gaf hann sér einnig góðan tíma að ræða við umsjónarmenn þáttarins um nýja lagið með Röggu Holm – Hvað finnst þér um það? – nýju Vape búðina í Keflavík og ýmislegt annað.

Auglýsing

Líkt og fram kemur í viðtalinu rappaði Kilo á íslensku í fyrsta skiptið á ferlinum í laginu Hvað finnst þér um það? Eftir að Róbert Aron, DJ Rampage, hældi Kilo fyrir fágað flæði á íslensku brást keflvíska sjarmatröllið við því að vitna í aðdáanda á Youtube: 

„Fólk var ekki að búast við þessu. Þú sérð líka topp-comment-ið á Youtube: ,Kilo á íslensku er framtíðin!’“

– Kilo

Myndbandið við lagið Hvað finnst þér um það? kom út fyrir tæpum mánuði síðan og hefur notið mikilla vinsælda. 

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram