„Ekki bara tónleikar fyrir konur.“ – viðtal við Puzzy Patrol í Kronik (myndband)

Kronik

Á morgun (20. janúar) blæs viðburðarfyrirtækið Puzzy Patrol til stórtónleika hip hop-kvenna í Gamla Bíó en þær Ingibjörg Björnsdóttir og Vala Arnadóttir – sem saman skipa fyrirtækið – litu við í útvarpsþáttinn Kronik síðastliðið föstudagskvöld til þess að kynna umrædda tónleika fyrir hlustendum (sjá hér fyrir ofan).

Líkt og fram kemur í viðtalinu var Puzzy Patrol stofnað með það fyrir stafni að styrkja og styðja konur í listum og fræða almenning um femínisma og skapa jákvæðan umræðugrundvöll:

„Puzzy Patrol var stofnað síðasta sumar þar sem okkur fannst vanta konur í senuna. Okkur fannst augljóst þegar við sáum dagskrá tónlistarhátíða að það hallaði svolítið á konur. Þegar Grapevine kom út í fyrra og fjallaði um alla nýliðina í íslensku hip hop-i þá var ekki minnst á eina einustu konu – og eins og við vitum þá eru mjög margar konur að gera flotta hluti í hip hop-i í dag.“

– Vala Arnadóttir

Fyrir nánari upplýsingar varðandi tónleikana geta lesendur smellt á hlekkina hér fyrir neðan. Má þess einnig geta að auk tónleikana verður sérstakt málþing haldið yfir daginn þar sem Laufey Ólafsdóttir fer yfir uppgang og sögu femínisma í Hip Hop heiminum og stýrir umræðum um stöðu og framtíð kvenna í dag.

Miðinn kostar litlar 2.500 krónur og er aðgangur að málþingi innifalið í verðinu (ATH. 18 ára aldurstakmark).

Facebook-síða Puzzy Patrol: https://www.facebook.com/puzzy…

Facebook-síða viðburðarins: https://www.facebook.com/event…

Tix.is: https://tix.is/is/event/5480/p…

Auglýsing

læk

Instagram