„Hvað ertu að gera í símanum!?“ GKR ræðir nýja myndbandið í Kronik

Auglýsing

Kronik

Síðastliðinn 15. nóvember gaf rapparinn GKR út myndband við lagið Upp á Youtube. Tveimur dögum síðar kíkti hann við í útvarpsþáttinn Kronik í því augnamiði að ræða myndbandið nánar (sjá hér fyrir ofan).

Líkt og fram kemur í viðtalinu var flugmaðurinn sem leikur listir sínar í myndbandinu sérdeilis hissa þegar hann skoðaði upptökur af lágflugi sínu eftir flugið – en eins og sjá má í myndbandinu er GKR að tala í símann og virkar frekar utan við sig:

„Hann var svo ógeðslega hissa að ég væri bara í símanum: ,Hvað ertu að gera í símanum!?’ Ég var að reyna að útskýra fyrir honum að þetta væri partur af svæginu.“

– GKR

Auglýsing

Myndbandið við lagið Upp eftir GKR og BNGRBOY hefur verið skoðað rúmlega 20.000 sinnum á Youtube frá því að það kom út fyrir rúmri viku síðan. 

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram