Reykjavíkurdætur flytja „Hvað er málið“ í beinni (myndband)

Síðastliðinn 22. desember voru Reykjavíkurdætur gestir útvarpsþáttarins Kronik á X-inu 977. Ásamt því að spjalla við umsjónarmenn þáttarins, þá Róbert Aron og Benedikt Frey, fluttu þær einnig lagið Hvað er málið í beinni (sjá hér fyrir ofan). 

Stuttu eftir heimsókn dætranna rataði svo myndband við lagið á Youtube (sjá neðst) en þess má geta að þetta er þriðja myndbandið sem Reykjavíkurdætur gefa út á árinu (áður komu út myndbönd við lögin Kalla mig hvað? og Reppa heiminn). 

Næsti þáttur Kronik fer í loftið í kvöld (29. desember) á milli 18:00 og 20:00.

Auglýsing

læk

Instagram