Daði Freyr (SAMA-SEM) frumflytur „Einvera“ í Kronik (myndband)

Auglýsing

Síðastliðið föstudagskvöld (12. febrúar) leit tónlistarmaðurinn Daði Freyr Ragnarsson – betur þekktur sem Dadykewl úr tvíeykinu SAMA-SEM – við í útvarpsþáttinn Kronik á X-inu 977 og frumflutti lagið Einvera í beinni (sjá hér fyrir ofan).

Degi seinna rataði lagið á Spotify en um ræðir annað lagið sem SAMA-SEM gefur út. 

Auglýsing

Fyrsta lagið ber titilinn Sólsetrið og var gefið út í sumar (sjá neðst) en líkt og fram kom í viðtali við Daða Frey fyrr í þættinum stefnir SAMA-SEM, sem samanstendur af þeim Daða Frey og taktsmiðinum BNGRBOY, að því að gefa út EP plötu á allra næstu misserum:

„Við erum mjög þolinmæðir. Sitjum á efninu og hugsum hvernig væri hægt að útfæra þetta betur … en við erum komnir með helling af lögum. Þetta verður plata af minni stærð.“

– Daði Freyr (Dadykewl)

Hér fyrir neðan geta lesendur einnig horft á nýlegt viðtal við GKR þar sem hann gefur aðdáendum forsmekk af nýju lagi með sér og Daða Frey.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram