„Hip-Hop má vera mjög pólitískt – á að vera mjög pólitískt.“ – Steinunn Jónsdóttir

Tónlist

Reykjavíkurdætur hafa gjörbreytt landslagi íslenskrar rapptónlistar. Fyrir tilkomu Reykjavíkurdætra var íslenska rappsenan heldur karllægt umhverfi, þakið fallískum kennileitum (ef svo má að orði komast), en er nú í dag í talsvert meira jafnvægi. Senan er ekki eins einsleit og hlýtur það að vera góðs viti.

Fyrir stuttu settist SKE niður með Steinunni Jónsdóttur, sem syngur og rappar með Reykjavíkurdætrum og reggí hljómsveitinni Amaba Dama.

SKE spurði hana út í femínismann, tónlistina og forseta lýðveldisins Guðna Th. Jóhannesson.

„Mér líst ágætlega á hann. Hann býr í næstu götu við mig. Ég og strákurinn minn mætum honum oft. Um daginn mættum við honum og ég sagði við strákinn minn: ,Þetta er forsetinn!’ og hann svaraði: ,Ahhh, ég ætla að giftast honum!’“

– Steinunn Jónsdóttir

Auglýsing

læk

Instagram