Vara fólk við óprúttnum fjársvikurum

Fyrirtækið Borgun varar fólk við tilraunum til fjársvika í nafni Borgunar.
Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að fólk hafi verið að fá senda tölvupósta og sms skilaboð. Í skilaboðunum kemur fram að viðkomandi hafi fyrir mistök borgað kortareikninginn sinn tvisvar og að korti viðkomandi hafi verið lokað. Þá er fólki bent á að fara inn á ákveðna heimasíðu og gefa þar upp kortaupplýsingar svo hægt sé að endurgreiða ofgreiðsluna og opna kortið að nýju.
„Þetta má fólk alls ekki gera því það eru þess­ar korta­upp­lýs­ing­ar sem fjár­svik­ar­arn­ir ásæl­ast og þeir hafa lagt tals­vert á sig til að kasta ryki í augu þeirra sem heim­sækja vefsíðuna en hún er hönnuð í út­liti Borg­un­ar og er með stórri yf­ir­lits­mynd af Reykja­vík,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.
Fólki er ráðlagt að opna ekki póstana eða skilaboðin og eyða skilaboðunum strax. Undir engum kringumstæðum á fólk að gefa upp kortaupplýsingar. Borgun vill árétta að fyr­ir­tækið biður aldrei um korta­upp­lýs­ing­ar í tölvu­pósti, í gegn­um sms eða með sím­tali.

„Borgun hefur þegar upplýst lögregluyfirvöld, netöryggissveit Póst- og fjarskiptastofnunar og helstu þátttakendur í öryggissamstarfi fjármálastofnana um áðurnefndar tilraunir til fjársvika. Þétt samstarf allra þessara aðila er höfuðatriði í baráttu gegn netglæpum af þessu tagi.“

Þeim sem hafa nú þegar gefið upp kortaupplýsingar er bent á að hringja í þjónustuver Borgunar í síma 560-1600 eða senda tölvupóst á borgun@borgun.is.

Auglýsing

læk

Instagram