Secret Solstice verður í beinni á Snapchat

Tónlistarhátíðin Secret Solstice verður í beinni á Snapchat. Hátíðin hefst í næstu viku og gestir munu geta sent efni frá hátíðinni beint í live flipa í appinu sem notendur þekkja vel.

Í tilkynningu frá hátíðinni kemur fram að tónlistarhátíðin sé fyrsta íslenska vörumerkið til þess að fá sitt eigið Live Story á Snapchat og að streymið fari fram laugardaginn 18. júní.

Gestir hátíðarinnar senda inn efnið og starfsfólk Snapchat velur svo efni og púslar því saman. „Streymið gerir síðan 150 milljón notendum appsins um allan heim kleift að fylgjast með Secret Solstice-tónlistarhátíðinni í gegnum símann sinn,“ segir í tilkynningu.

Einnig verða starfsmenn Snapchat á svæðinu sem koma til með að gera sérstaka geofiltera fyrir hátíðarsvæðið sem hátíðargestir geta notað til þess að skreyta myndir og myndskeið sín inni í appinu.

Ísland var í beinni á Snapchat í september í fyrra og Reykjavík var svo í beinni á dögunum. Ósk Gunnarsdóttir, kynningarfulltrúi Secret Solstice-hátíðarinnar, segist vera stolt af samsarfinu í samtali við Fréttablaðið.

„Sé dæmið sett í samhengi má sjá að Snapchat hefur verið að vinna með hátíðum á borð við Coachella og Tomorrowland, nema hvað þar eru um hundrað þúsund tónleikagestir samanborið við þá fimmtán þúsund sem komast fyrir á Solstice,“ segir hún.

Dagskrá hátíðarinnar hefur verið birt hefur verið birt í appinu, sem má finna í App Store og Google Play.

Auglýsing

læk

Instagram