Draumur Guðna Th. um ananasbann komið í heimsfréttirnar: „Smekkur hans er í ruslflokki“

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, lýsti í síðustu viku yfir að hann myndi banna ananas á pizzur ef hann gæti það. Vísir fjallaði um ferð Guðna til Akureyrar en hann sat fyrir svörum í Menntaskólanum á Akureyri þar sem hann varpaði þessari bombum.

Ummæli Guðna hafa nú ratað út fyrir landsteinana og víða um heim er nú fjallað um draum Guðna að banna ananas á pizzur. Á vef breska dagblaðsins Metro er Guðni harðlega gagnrýndur og er smekkur hans sagður í ruslflokki (e. trash taste).

Tímaritið Esquire er jákvæðara gagnvart hugmyndum Guðna og segir fyrirheitna landið vera í sjónmáli. Þar er átt við draumaland þar sem fólk setur ekki ananas á pizzur.

Vefurinn Thrillist fjallar einnig um málið, sem klauf þjóðina í tvær fylkingar í síðustu viku, og bætir því við að Guðni hafi ekki tjáð sig um hvort pylsa sé samloka eða hvort súpa sé í raun og veru máltíð. Stórar spurningar þar.

Loks er Guðna hrósað á vefnum The Lad Bible fyrir að tækla stóru málin.

Auglýsing

læk

Instagram