Fangi á Kvíabryggju tók að sér fjóra munaðarlausa skógarþrastarunga

Fangi á í fangelsinu á Kvíabryggju hefur tekið að sér að hugsa um fjóra munaðarlausa skógarþrastarunga. Ungarnir, sem eru um þriggja vikna gamlir, þurfa að borða á tuttugu mínútna fresti. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Afstöðu.

Verið var að flytja heyvinnutæki með kerru þar sem heyskapur er að hefjast á Kvíabryggju. Þegar búið var að færa kerruna kom í ljós að þar væri hreiður. Kerran var flutt aftur á sama stað en móðir unganna kom ekki til baka og því varð að bjarga þeim.

Fangarnir á Kvíabryggju eru mjög forvitnir um ungana og hafa mjög gaman af þeim. Ekki er ljóst hvert framhaldið verður, hvort ungarnir muni dvelja áfram í fangelsinu eða hvort þeir verði færðir um set.

Auglýsing

læk

Instagram