Sálin hans Jóns míns hættir störfum

Hljómsveitin Sálin hans Jóns míns heldur kveðjutónleika í Hörpu í október og hættir svo störfum. Þetta kemur fram á Vísi.

Í samtali við Vísi segir Guðmundur Jónsson, gítarleikari Sálarinnar, að meðlimir hljómsveitarinnar séu orðnir þreyttir á samstarfinu og þeir löngu hættir að hafa gaman að þessu. „Sálin hefur ekki verið neitt voðalega dugleg undanfarin ár, þannig lagað,“ segir hann.

Við höfum spilað af og til en bæði erum við orðnir þreyttir á samstarfinu og svo aðallega er þetta hætt að vera skemmtilegt hjá okkur.

Guðmundur segir einnig á Vísi að breytingar á tónlistarlandslaginu hafi spilað inn í; plötuútgáfa sé nánast horfin og tónleikahald minnkað. „Svo erum við líka komnir í sitthvora áttina,“ segir hann.

Í frétt Vísis kemur enn fremur fram að ákvörðunin sé ekki tekin í illindum. „Við höfum rætt þetta undanfarin misseri að það sem hefur keyrt okkur áfram í gegnum tíðina er að búa til músík saman og gefa hana út, ekki beint að lifa á þessu. Sá vinkill er eiginlega svolítið horfinn og þá er þetta spurningin, til hvers er gaflinn genginn?“

Auglýsing

læk

Instagram