Logi ekki sáttur með Piu: „Þykir það miður að einn helsti talsmaður sundurlyndis og útlendingahaturs í Evrópu fái pláss”

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir í færslu á Facebook síðu sinni í dag að þrátt fyrir að hann mæti til vinnu í dag og sitji hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum sé hann með engu móti að samþykkja stjórnmálaskoðanir Piu Kjærsgaard sem mun ávarpa Alþingi á fundinum.

Logi segir að það sé leitt að einn helsti talsmaður sundurlyndis og útlendingahaturs í Evrópu fái pláss á þessum merka degi.

„Fyrir nokkrum dögum fréttum við að Alþingi ætli við tilefnið að bregða út af vana og bjóða erlendum þjóðhöfðingja að ávarpa þingið, danska þingforsetanum henni Piu Kjærsgaard. Mér þykir það miður að einn helsti talsmaður sundurlyndis og útlendingahaturs í Evrópu fái pláss á þessum merka degi – þó það sé vegna embættis en ekki stjórnmálaskoðana,” segir Logi.

Sjá einnig: Ósætti með hátíðarþingfund Alþingis: VG á einu augabragði betri framsóknarflokkur en Framsókn

Í færslu sinni bendir Logi á að Samfylkingin hafi barist fyrir mannúðlegri meðferð flóttafólks og innflytjendastefnu og að hann hafi sjálfur persónulega komið harðri gagnrýni á framfæri við formann danskra jafnaðarmanna.

„Með því að mæta til vinnu og sitja fundinn í dag er ég með engu móti að samþykkja stjórnmálaskoðanir þessa tiltekna ræðumanns og mun nota hvert tækifæri til að benda á að það er okkar hlutverk að standa með alþýðufólki, sama hver uppruni þess er.”

Færslu Loga má sjá í heild hér að neðan

Auglýsing

læk

Instagram