Rapsody gefur út nýtt lag í samstarfi við D’Angelo og GZA: „Ibtihaj“ (myndband)

Fréttir

Næstkomandi 23. ágúst hyggst bandaríski rapparinn Rapsody (Marlanna Evans) gefa út plötuna EVE. Um er að ræða þriðju hljóðversplötu rapparans. 

Föstudaginn síðastliðinn (2. ágúst) gaf rapparinn aðdáendum sinum forsmekk af sælunni með útgáfu lagsins Ibtihaj (sjá hér að ofan) sem er smíðað í kringum sampl úr laginu Liquid Swords eftir rapparann GZA (Wu-Tang Clan). Taktinn smíðaði hinn goðsagnakenndi 9th Wonder og kemur GZA sjálfur við sögu í laginu sem og tónlistarmaðurinn D’Angelo, sem syngur viðlag lagsins.

Titill lagsins vísar í skylmingarkonuna Ibtihaj Muhammad sem árið 2016 varð fyrsta bandaríska múslimakonan til þess að klæðast hettuslæðu (hijab) á Ólympíuleikunum. Þá koma tónlistarkonurnar Roxanne Shante og Mary J. Blige einnig við sögu í myndbandinu. Myndbandið var skotið í Harlem.

Nánar: https://www.theroot.com/rapsodys-upcoming-album-eve-pays-homage-to-black-wome-1836975138

Hér fyrir neðan geta áhugasamir hlýtt á lagið Liquid Swords sem og lesið viðtal SKE við GZA frá árinu 2016.

Nánar: https://ske.is/grein/gza-genius

Auglýsing

læk

Instagram