Drilled: „Mikilvægasti hlaðvarpsþáttur samtímans.“—The Guardian

Fréttir

Blaðakonan Amy Westervelt fór í loftið með hlaðvarpið Drilled í október í fyrra og er óhætt að segja að þátturinn hafi hlotið góðar viðtökur; á heimasíðu Drilled má finna tilvísinar í The New Yorker og The Guardian þar sem blaðamenn vefsíðnanna tveggja fara fögrum orðum um þáttinn. Í gagnrýni The Guardian segir blaðamaður t.a.m. að Drilled sé „besta og mikilvægasta hlaðvarp samtímans.“

Nánar: https://www.criticalfrequency.org/drilled

Eins og fram kemur á heimasíðu Drilled segir hlaðvarpið frá áróðursherferð aldarinnar: loftslagsvísindaafneitunar („climate denial“). Í fyrstu seríu þáttarins rekur Westervelt sögu loftslagsafneitunar og hvernig rekja megi fyrirbærið til stórfyrirtækja á borð við Exxon Mobil sem stofnuðu til fyrrnefndrar herferðar með gróðarsjónarmiðið að leiðarljósi. Þá ræðir Westervelt við fyrrum vísindamenn Exxon og kafar ofan í ýmis gögn sem varpa ljósi á siðlaust framferði fyrirtækisins. 

Önnur sería þáttarins fylgir hópi manna sem stunda krabbaveiðar á vesturströnd Bandaríkjanna en hópurinn upplifir nú milliliðalaust áhrif loftslagsbreytinga á iðngrein sína. Er þetta jafnframt fyrsta iðngreinin sem höfðar mál gegn stóru olíufyrirtækjunum vegna áhrifa loftslagsbreytinga.

Hér fyrir neðan geta áhugasamir hlýtt á viðtal við Amy Westervelt í hlaðvarpinu Physical Attraction. 

Auglýsing

læk

Instagram