Björk sendir frá sér yfirlýsingu: „Já, ég borga skatta á Íslandi“

Array

Björk Guðmundsdóttir hefur sent frá sér yfirlýsingu á Facebook vegna skilgreiningar fjölmiðla á orðinu „redneck“ sem hefur verið þýtt sem „sveitalubbi“.

Björk segist vera búin að vera í sumarbústað úti á landi og því misst af leðjuslagnum. „Kannski fyrir bestu. Ég er nú ekki vön að verja mig en vegna náttúrubaráttunnar langar mig að reyna að leiðrétta einn stóran misskilning,“ segir hún.

Mig langar aðeins að ræða þýðinguna á orðinu „redneck“ í íslenskum fjölmiðlum sem ég notaði í viðtölum við Rolling Stone, Sky News og fleiri í síðustu viku. Í mínum haus er þetta orð yfir fólk sem sér sinn þjóðflokk betri en aðra. Eru sannfærðir að þeir geti lifað án heildarinnar og oft hlynntir vopnaburði. Finnast þeir æðri náttúrunni og að þeir eigi að stjórna henni.

Hún segir að orðið hafi fyrir sér aldrei tengst strjálbýli neitt endilega. „Rednecks eru alls staðar í öllum löndum.“ segir hún.

„Og bara svo það sé alveg á hreinu: Ég elska af öllu hjarta Ísland og sérstaklega náttúruna og strjálbýlið. […] Já, ég borga skatta á Íslandi“

Auglýsing

læk

Instagram