Druslugangan gengin þar til kynferðislegu ofbeldi hefur verið útrýmt úr íslensku samfélagi

Druslugangan verður gengin í sjötta sinn í dag. Gangan fer af stað frá Hallgrímskirkju klukkan 14, niður Skólavörðustíg og Bankastræti og endar á Austurvelli þar sem haldnar verða ræður og tónlistarmenn koma fram.

Tónlistarmennirnir Friðrik Dór, Hildur og Hemúllinn koma fram ræður flyta Guðrún Ögmundsdóttir, Júlía Birgisdóttir og Hjálmar Sigmarsson.

Hjalti Vigfússon, einn aðstandenda göngunnar, segir í samtali við Vísi að gangan verði gengin þar til kynferðislegu ofbeldi hafi verið útrýmt úr íslensku samfélagi.

Hann segir að í ár sé sérstök áhersla lögð á fræðslu og forvirkar aðgerðir til að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi og bætir við að innanríkisráðuneytið hafi unnið vel að því síðustu árin að bæta kerfið þegar kemur að þessum málum.

Við viljum að sjálfsögðu að sem fæstir þurfi að leita inn í þetta kerfi. Það er það sem við erum að kalla eftir núna, að samfélagið bregðist við og að stjórnvöld geri það líka með því að innleiða forvarnarfræðslu í alla grunnskóla og öll skólastig.

15 þúsund manns mættu í gönguna í fyrra og eiga aðstandendur ekki von að færri láti sjá sig í ár.

Auglýsing

læk

Instagram