American Airlines ætla að fljúga daglega til Íslands

American Airlines stefnir að því að fljúga daglega á milli Keflavíkur og Philadelphia á næsta ári samkvæmt drögum að flugáætlun félagsins. Þetta kemur fram á turisti.is

Upphaflega átti þetta áætlunarflug að hefjast núna í sumar en hefur nú frestast um ár vegna kórónuveirufaraldursins. Til stóð að fljúga á Boeing 757-200 en þess í stað verður flogið á Airbus A321neo. Það þykir óvenjulegt að Airbus A321neo, sem eru innréttaðar til innanlandsflugs í Bandaríkjunum, séu notaðar í millilandaflug félagsins.

Sætaframboð eykst umtalsvert því í Airbus þotunum er 196 sæti eða 20 fleiri en í gömlu Boeing þotunum. Sala á flugferðum fyrir sumarið 2021 er ekki hafin á vef American Airlines.

Auglýsing

læk

Instagram