Play hóf miðasölu í morgun

 

Lággjaldaflugfélagið Play hóf í morgun miðasölu á ferðum flugfélagsins.

Fyrstu sjö áfangastaðir Play verða Alicante, Barcelona, Berlín, Kaupmannahöfn, Lundúnir, París og Tenerife en núverandi flugáætlun gildir út apríl 2022.

Mikið álag hefur verið á síðu flugfélagsins í morgun en 1000 frí flugsæti voru falin á heimasíðunni.

„Við erum auðvitað alsæl með að sala sé loksins hafin. Viðtökur hafa verið mjög góðar og við erum ánægð með þennan áhuga sem Íslendingar sýna nýju flugfélagi. Það má alltaf fagna samkeppni á íslenskum markaði,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play í tilkynningu frá félaginu.

Á heimasíðu Play kemur fram að bókunarskilmálar þeirra séu sveigjanlegir vegna Covid-19, þar sem aðstæður geti skiljanlega breyst.

Auglýsing

læk

Instagram