Andrea Bocelli tónleikum frestað til nóvember 2021

Auglýsing

Tónleikum Andrea Bocelli í Kórnum frestað til laugardagsins 27. nóvember
Tónleikarnir með Andrea Bocelli sem áttu að fara fram 10. apríl í Kórnum hafa verið færðir til laugadagsins 27. nóvember 2021 til þess að tryggja öryggi og heilsu tónleikagesta.

Allir miðar gilda sjálfkrafa áfram á tónleikana 27. nóvember og miðahafar þurfa ekkert að aðhafast. Ef þessi nýja dagsetning hentar ekki þá eiga miðahafar rétt á fullri endurgreiðslu. Frestur til að fara fram á endurgreiðslu eru 14 dagar frá og með deginum í dag, eða til og með 15. mars. Beiðnir um endurgreiðslur skal senda á [email protected] Miðahafar hafa nú þegar fengið bréf með þessum upplýsingum.

„Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þessi breyting kann að valda en um leið þökkum við fyrirfram fyrir þolinmæðina og skilninginn,“ segir í tilkynningu frá Senu.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram