Auglýsa eftir gististöðum fyrir fólk í sóttkví

Auglýsing

Á vef Ferðamálastofu er óskað eftir gististöðum sem geta tekið á móti gestum í sóttkví.

,,Eins og flestum er kunnugt þá þurfa allir sem koma til landsins frá og með 19. ágúst að far í tvöfalda skimun og 4-5 daga sóttkví. Þeir gististaðir sem eru tilbúnir að taka á móti gestum sem þurfa að fara í sóttkví geta skráð sig hér að neðan,“ segir á síðunni.

Skráning gististaða sem taka á móti fólki í sóttkví

Leiðbeiningar fyrir gististaði sem þjónusta gesti í sóttkví

 1. Rekstraraðili þarf að þekkja þær reglur sem gilda hér á landi um Covid-19 og vera tilbúin að leiðbeina sínum gestum.
 2. Herbergi sem ætluð eru gestum í sóttkví þurfa að vera í sérálmu, á hæðum þar sem aðrir gestir dvelja ekki eða stakstæð t.d. lítil gestahús.
 3. Hvert og eitt herbergi þarf að vera með sérbaðherbergi og salerni.
 4. Tryggja þarf að nægar birgðir á herberginu fyrir gesti til a.m.k. fimm daga s.s. af handklæðum. salernispappír og sápu.
 5. Upplýsingar um sóttkví og COVID-19 þurfa að vera gestum aðgengileg.
  Sjá covid.is, landlaeknir.is og ferdamalastofa.is/covid
 6. Öll þjónusta fer fram við herbergisdyr s.s. afhending á mat.
  Starfsfólk má ekki fara inn í herbergi gesta og starfsfólk skilur nauðsynjar eftir við herbergishurð.
 7. Upplýsingar um helstu þjónustu sem gestir geta fengið þurfa að vera inn á herberginu s.s morgunverðarþjónustu, matseðlar fyrir aðrar veitingar, veitingastaðir í nágreni sem eru með heimsendingu, verslanir með heimsendingu og þess háttar.
 8. Starfsfólk gististaðar þarf að vera tilbúinn að sækja t.d. lyf fyrir gesti sem eru í sóttkví.
 9. Gististaður er ekki ábyrgur fyrir hegðum gesta, ef grunur leikur á að gestur sé að brjóta sóttkvíarreglur hafið þá samband við lögreglu.
 10. Gististaður þarf að liðsinna gestum við að panta tíma í seinni skimun á næstu heilsugæslustöð og leiðbeina gestum um hvar sú stöð er og hvernig best má komast þangað (panta leigubíl ef þarf).  Sjá lista yfir skimunarstaði hér.
 11. Gestir eru ábyrgir fyrir greiðslum á allri þjónustu sem þeim er veitt.
 12. Nánar upplýsingar um sóttvarnarhús/gististað er að finna hér. (verður uppfært 17. ágúst)
Auglýsing

Hvað mega gestir gera í sóttkví?

 1. Gestir eiga að halda sig sem mest í sínu herbergi.
 2. Gestir mega fara út í göngu enn þurfa að tryggja 2. metra regluna og mega ekki staldra við á sameiginlegum svæðum gististaðarins.
 3. Ef gestir hafa bíl til umráða þá mega þeir fara í ökuferð en mega ekki fara í skoðunarferðir á fjölmennum ferðamannastöðum.
 4. Sjá frekari upplýsingar í meðfylgjandi leiðbeiningum.
Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram