Auglýsing

Björgunarfólk leitar að manni í Stafafellsfjöllum

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í gærkvöldi, ásamt öllum björgunarsveitum Austur-Skaftafellssýslu og á Austurlandi, til að leita að manni í Stafafellsfjöllum í Lóni.

Leit stóð yfir í alla nótt og samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni voru hópar björgunarsveitarfólks frá Austurlandi og Suðurlandi á leiðinni í morgun að leysa af það fólk sem var við störf í nótt. Þetta kemur fram á vef vísis

Bíll mannsins fannst á svæðinu og því talið vitað hvar maðurinn lagði upp. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er um heimamann að ræða og er hann alvanur fjallamennsku. Veðrið er ekki skaplegt og er gul viðvörun á svæðinu. Þó er gert ráð fyrir að þyrla verði aftur notuð til leitarinnar þegar aðstæður leyfa.

MAÐURINN ER FUNDINN HEILL Á HÚFI!

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing