Efling hefur verkfall á hádegi í dag

Um 260-270 starfsmenn Eflingar, sem vinna hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ og Sveitafélaginu Ölfusi, hefja ótímabundið verkfall kl. 12.00 í dag.

Haldinn var samningafundur á milli Eflingar og samn­inga­nefnd­ar Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga hjá ríkissáttarsemjara í gær en hann lauk án þess að niðurstaða næðist.

Verk­fallið nær m.a. til ræst­inga­fólks í fjór­um af 21 leik­skóla í Kópa­vogi og fjór­um af níu grunn­skól­um bæj­ar­ins. Verði ekki samið verður þessum átta skólahúsum lokað strax á morgun, vegna hertra krafna um þrif í kór­ónu­veirufar­aldr­in­um.

Þetta kemur fram á vef mbl

Auglýsing

læk

Instagram