Einstakt tækifæri til þjálfunar í nýsköpun og tækni

Þann 3. September mun Huawei hleypa af stokkunum fræðsluátakinu „Seeds for the Future“. Fræðsluátakið hefur Huawei staðið fyrir síðan 2008 í samstarfi við yfir 500 háskóla í 126 löndum. Seeds for the Future er ætlað að búa til sérþekkingu í upplýsingatækni ásamt því að fræða, auka þekkingu og áhuga á fjarskiptaheiminum. Einnig er verkefninu ætlað að hvetja til uppbyggingar og þáttöku í stafrænu samfélagi. Í ár vegna COVID-19 verður námskeiðið haldið á netinu sem um leið opnar dyrnar fyrir fleirir nemendum en verkefni fyrri ára. Huawei tekur á móti umsóknum út september. Nemendur í raungreina- og/eða tækninámi ásamt öðrum nemendum sem hafa víðtækan áhuga á upplýsingatækni er velkomið að sækja um.

Fyrir nánari upplýsingar vinsamlegast hafið samband við beatriz.garcia.martinez@huawei.com

 Huawei er í forustu í þróun 5G tækni

Huawei er í forystu í rannsóknum og þróun á 5G tækni og er stærsti eigandi einkaleyfa sem tengjast 5G tækni og er eigandi yfir 20% þeirra. Fjárfesting fyrirtækisins í þróun 5G nemur 86 milljörðum bandaríkjadala undanfarinn áratug. Huawei hefur nú þegar skrifað undir samninga við fjarskiptafyrirtæki í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi um innleiðingu á 5G.

Huawei var stofnað árið 1987 í Kína en nú starfa hjá fyrirtækinu 194.000 starfsmenn í yfir 170 löndum. Fyrirtækið hefur meira en  30 ára reynslu í því að þróa og framleiða tæknibúnað.  Huawei hefur selt þjónustu og búnað á Íslandi síðustu 15 árin og opnaði skrifstofu í Reykjavík árið 2008.

Auglýsing

læk

Instagram