Framúrskarandi ungir Íslendingar

,,Verðlaunin Framúrskarandi ungir Íslendingar sem veitt eru árlega af JCI Íslandi, eru fyrst og fremst hvatningarverðlaun til ungs fólks sem er að takast á við krefjandi og athyglisverð verkefni. Þetta er viðurkenning og hvatning fyrir ungt fólk sem kemur til með að hafa áhrif í framtíðinni,“ segir í tilkynningu frá JCI á Íslandi.

Á hverju ári er auglýst eftir tilnefningum og hver sem er getur tilnefnt framúrskarandi ungan Íslending. Næst eru 3 verðlaunahafar valdir af sérstakri dómnefnd.

Verðlaunin eru veitt af JCI í tíu flokkum:

  1. Störf á sviði viðskipta, frumkvöðla og/eða hagfræði.
  2. Störf á sviði stjórnmála, ríkismála eða lögfræði.
  3. Leiðtogar/afrek á sviði menntamála.
  4. Störf /afrek á sviði menningar.
  5. Störf á sviði siðferðis og/eða umhverfismála.
  6. Framlag til barna, heimsfriðar og/eða mannréttinda.
  7. Störf á sviði mannúðar eða sjálfboðaliðamála.
  8. Störf á sviði tækni og vísinda.
  9. Einstaklingssigrar og/eða afrek.
  10. Störf /uppgötvanir á sviði læknisfræði.

Hægt er að tilnefna á heimasíðu verkefnisins, www.framurskarandi.is. Skilyrði fyrir tilnefningu er að einstaklingar hafi með sýnilegum hætti skarað fram úr, verið góðar fyrirmyndir og gefið af sér til samfélagsins. Verðlaunin verða veitt í október af forseta Íslands, sem er verndari verkefnisins, en opið er fyrir tilnefningar til 13. september næstkomandi.

Auglýsing

læk

Instagram