Franska kvikmyndahátíðin verður haldin 18. – 27. febrúar 2022 í Bíó Paradís í samstarfi við Franska Sendiráðið á Íslandi og Alliance Française í Reykjavík, en hátíðin er haldin í tuttugasta og annað sinn.
Opnunarmynd hátíðarinnar erParís, 13. hverfií leikstjórn Jacques Audiard
Nýjasta kvikmyndin úr smiðju Jacques Audiard (Ryð og Bein, Dheephan). Myndin fjallar um vinahóp þar sem mörkin á milli vináttu og kynlífs eru óljós en myndin sló í gegn á kvikmyndahátíðinni Cannes þar sem hún keppti um Gullpálmann. Kvikmyndin fer í almennar sýningar að hátíð lokinni.
Eftirlaunaþegarnir Nina og Madeleine hafa lifað í leynum í ástarsambandi áratugunum saman. En sambandið tekur stakkaskiptum þegar ófyrirséður atburður breytir lífi þeirra til frambúðar …
Þær tvær (Deux) er með þeim Barbara Sukowa (Hannah Arendt, Lola, Rosa Luxemborg) og Martine Chevallier í aðalhlutverkum. Stórkostleg og hjartnæm ástarsaga sem komst á „stuttlista“ fyrir Óskarstilnefningu en myndin var framlag Frakklands til Óskarsins 2020. Kvikmyndin fer í almennar sýningar að hátíð lokinni.
Eftir að André fær heilablóðfall hann sér þá ósk heitasta að enda líf sitt. Emmanuelle dóttir hans á í erfiðleikum með áfallið og við tekur innri barátta, mun hún virða óskir föður síns sem hún elskar svo heitt?
Allt fór vel er kvikmynd úr smiðju François Ozon (In the House, 8 Women, Summer´85) sem keppti um Gullpálmann á kvikmyndahátíðinni Cannes 2021. Kvikmyndin fer í almennar sýningar að hátíð lokinni.
Yngst fjórtán systkina reis hún upp á stjörnuhimininn, en myndin er frjálslega byggð á ævi söng – og poppdívunnar Celine Dion! Búðu þig undir að hlæja, gráta og syngja á þessari stórkostlegu kvikmynd á Franskri kvikmyndahátíð 2022!
Kvikmynd byggð á skáldsögu Balzac sem fjallar um ungan mann sem flytur til Parísar í leit að ást og listrænum innblástri. Leikstjóranum Xavier Giannoli tekst hér að aðlaga stórkostlegt verk bókmenntasögunnar að hvíta tjaldinu en myndin er tilnefnd til fjórtán César verðlauna 2022, sem eru nokkurs konar Edduverðlaun í Frakklandi.
Amina býr með 15 ára gamalli dóttur sinni. En þegar upp kemst að dóttir hennar er ólétt, þá standa þær mæðgur frammi fyrir erfiðri ákvörðun, hvernig fóta þær sig í landi þar sem fóstureyðing er ólögleg?
Stórkostleg kvikmynd sem keppti um Gullpálmann á nýliðinni Kvikmyndahátíð í Cannes 2021 ásamt því að vera framlag Chad til Óskarsverðlaunanna.
Anaïs er þrítug og blönk. Hún á elskhuga en er á báðum áttum hvort að hún elski hann. Málin flækjast þegar hún hittir Daníel sem verður strax hugfanginn af Anaïs, en Emilie kærasta hans vekur strax áhuga hennar frekar …
Franskur rómans sem mun kitla hjartað, en myndin er frumraun leikstjórans og var frumsýnd á gagnrýnendaviku í Cannes 2021.
Ameríka, 1962. Lest landnema ferðast með hestvögnum vestur á bóginn með von um betra líf. Martha verður að flýja og klædd eins og strákur leitar hún að leiðum til að sanna sakleysi sitt. Um leið uppgötvar hún nýjan heim í mótun þar sem einstakur persónuleiki hennar fær að njóta sín. „Þessi spennandi ævintýramynd fjallar um ferðalagið til kvenfrelsis af mikilli færni.“
Ævintýralegt ferðalag, fyrir alla fjölskylduna en kvikmyndin hefur hlotið fjölda Alþjóðlegra verðlauna m.a. sem besta teiknimyndin á hinni margrómuðu ANNECY kvikmyndahátíð og CINEKID kvikmyndahátíðinni.
Alexandre lendir í kröppum dansi þegar hann er tengdur kynlífsteikningum sem valda usla í samfélaginu. Myndin skartar íslensku leikonunni Tönju Björk í einu af aðalhlutverkinum. Myndin er sýnd í samstarfi við Kanadíska sendiráðið á Íslandi á Franskri kvikmyndahátíð 2022!
Alliance Française í Reykjavík og Sendiráð Frakklands á Íslandi efndu til dagskrárgerðarklúbbs fyrir Franska kvikmyndahátíð 2022 þar sem ungmenni á aldrinum 15-19 ára horfði á eina franska kvikmynd í viku yfir fimm vikna tímabil. Hlutskörpust var gamanyndin Adieu les cons (Bye bye morons) sem af þessu tilefni er sýnd á hátíðinni. Kolsvört gamanmynd sem fjallar um heilsulitla konu sem fær drepfyndinn skrifstofumann til þess að hjálpa sér að finna týndan son sinn.
„Sjöunda kvikmynd Albert Dupontels í fullri lengd er ein hans besta og er á milli þess að vera tragedía og burlesque. Hún hittir beint í hjartastað.“ – Rolling Stone
Ungmennin verða viðstödd sýninguna laugardaginn 19. febrúar kl 17:00
„Við erum svo spennt fyrir því að Drive my car hlaut BAFTA verðlaunin sem besta erlenda kvikmyndin um nýliðna helgi en áður hafði myndin hlotið Golden...
Það kennir margra grasa á hlaðborði kvikmyndakræsinganna í Bíó Paradís - Guðfaðirinn og Sóley, Nei og svo bregður Bill Murray þarna fyrir!
Guðfaðirinn - 50...
DIMMA er ein af fremstu þungarokkshljómsveitum Íslands og hefur verið starfandi í yfir tvo áratugi. Hljómsveitin var stofnuð af bræðrunum Ingó og Silla Geirdal...
Það er ekki fyrir viðkvæma að keppa í íslensku torfærunni því bílveltur og önnur óhöpp geta verið ansi harkaleg.
Þessu fengu tvíburarnir Ægir Þormar og...
„Bjarni Ben er búinn að vera fyrirferðamesti stjórnmálamaður landsins frá hruni, stanlaust að mynda ríkisstjórnir sem skíta á sig og liðast í sundur, stanslaust...
Birgir Karl, faðir Bryndísar Klöru sem lést eftir stunguárásina á Menningarnótt sendi frá sér tilkynningu í Facebook hópnum Stjórnmálaspjallið.
Þar skrifaði Birgir Karl að Bryndís...
Hann er frá Danmörku og Færeyjum eða að minnsta kosti kynnir sig sem slíkan á veraldarvefnum og gengur undir notendanafninu „gus1thego“ á YouTube.
Gustav Rosted...
Mjallhvít og dvergarnir sjö er eitt ástsælasta ævintýri Disney frá upphafi og fyrsta teiknimynd fyrirtækisins.
Það mætti segja að myndin haf lagt grunninn að Disney...
Snorri Másson sem rekur Ritstjorinn.is undrast vanmátt Facebook til að berjast gegn svindli sem sett er fram í nafni þekktra Íslendinga.
Á sama tíma og...
Það mátti sjá vonbrigði í augum fjölmargra gesta á landsþingi Demókrataflokksins í Bandaríkjunum í nótt þegar það rann upp fyrir þeim að poppsöngkonan Beyoncé...
Michael Peter Balzary, betur þekktur sem Flea úr hinni goðsagnakenndu sveit Red Hot Chili Peppers, er staddur á landinu en það var argentínskur ferðamaður...