Héraðið á meðal átta mynda sem keppa um Drekaverðlaunin

Héraðið, kvikmynd Gríms Hákonarsonar, verður á meðal átta mynda sem keppa um Drekaverðlaunin. Verðlaunin eru peningaverðlaun sem svara til um þrettán milljón íslenskra króna.

Aðrar myndir í keppninni í ár eru Disco eftir Jorunn Myklebust Syversen, Beware of Children eftir Dag Johan Haugerud, A Perfectly Normal Family eftir Malou Reymann, Games People Play eftir Jenni Toivoniemi, Uje eftir Henrik Schyffert, Charter eftir Amanda Kernell og Psychosis in Stockholm eftir Maria Back.

„Það er mikill heiður fyrir okkur að keppa um Drekaverðlaunin. Ég hef áður sýnt myndir á hátíðinni en þetta er í fyrsta skipti sem ég er með mynd í aðalkeppninni, þannig að maður er óneitanlega spenntur,” segir Grímur Hákonarson í samtali við Vísi.

Verðlaunin verða veitt á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg sem fer fram dagana 24. janúar til 3. febrúar. Hátíðin verður nú haldin í 43. skipti og er sú stærsta á norðurlöndunum.

Hér fyrir neðan  má sjá sýnishorn úr Héraðinu.

Auglýsing

læk

Instagram