Hrækt á lögreglumenn og kona læst inni á baðherbergi

Auglýsing

Nóg var um að vera hjá lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt.

Í gærkvöldi kom lögregla ölvuðum manni í austurborginni til aðstoðar. Hann brást ekki vel við aðstoðinni og sparkaði í lögregluþjón og hrækti í andlit annars. Vegna ástands hans og hegðunar var hann vistaður í fangageymslu. Maðurinn hélt áfram að láta ófriðlega og tókst honum að hrækja í andlit tveggja lögregluþjóna til viðbótar.

Rétt um klukkan 5 í morgun var kona í neyð á Seltjarnarnesi. Hún hafði læst sig inni á baðherbergi og sat þar föst. Lögreglu tókst að skríða inn um glugga á baðherberginu og lyfta henni upp og út um gluggann. Konan var eðlilega frelsinu fegin, sér í lagi þar sem hún komst tímanlega í flug.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram