Karl Berndsen er látinn

Karl Berndsen, hárgreiðslumeistari, er látinn. Hann fædd­ist 1. ág­úst 1964 og var því 55 ára gamall.

Hann rak stofuna Beauty barinn í Turninum í Borgartúni, lét að sér kveða í pólitík og fór meðal annars í framboð fyrir Flokk fólksins fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar.

Karl hefur undan­farin ár tjáð sig með opin­skáum hætti um veikindi sín en hann greindist með eitla­krabba­mein í byrjun árs 2014. Við tóku fjölmargar lífshættulegar aðgerðir og var hann meðal annars í dái í þrjá mánuði.

Auglýsing

læk

Instagram