today-is-a-good-day

Komið nafn á nýja Eurovision-lagið

Lagið sem verður framlag Íslands í Eurovison söngkeppninni 2021 ber heitið 10 years og verður flutt af Daða og Gagnamagninu. Í samtali við rúv segir Daði lagið vera framhald af laginu Think about things.

„Lagið fjallar um það að við Árný séum búin að vera saman í 10 ár. Hvernig ástin styrkist með tímanum. „Plötuumslagið“ er svo mynd af andlitinu á peysunni hennar Árnýjar, eins og Think About Things var með andlitinu mínu. Þetta er í rauninni nokkuð beint framhald af Think About Things þetta lag,” segir Daði.

„Nú get ég bara ekki beðið eftir að sjá viðbrögðin við laginu. Ég hef lagt allt í þetta og vona að það skili sér til fólks. Ég er ekkert að grínast með þetta allavegana.“

Lagið verður frumflutt í nýja tónlistar- og skemmtiþættinum, Straumum, laugardaginn 13. mars á Rúv

 

Auglýsing

læk

Instagram