Lokadagar sýningarinnar Takk Vigdís

Auglýsing

Logi Bjarnason er myndlistamaður sem fæst við að skapa meistaraverk og athyglisverð viðföng. Í þessari sýningu er tekist á við spursmál um tíma og rými, sögulegt samhengi, og hvað við horfum á.
Logi hefur sýnt víða bæði erlendis og hérlendis. Hann er einnig sýningarstjóri á Plan-B festival og formaður myndhöggvarafélagsins.
Lokadagar sýningarinnar “Takk Vigdís” eftir Loga Bjarnason. 
Opið 26. og 27. September milli 14-17 í Midpunkt.
,,Takk Vigdís” saman stendur af grindverki sem var í eigu Vigdísar Finnbogadóttur og mætti Vigdís í eigin persónu á opnun sýningarinnar, en þau Logi þekkjast ágætlega þar sem Logi var að mála glugga fyrir Vigdísi í sumar. 
,,Ég var að mála hjá henni glugga í sumar, ég er lærður húsamálari, og það var verið að henda þessu grindverki. Þetta er sama grindverkið og hún stóð við þegar hún veifaði þjóðinni sem nýkjörinn forseti í júní árið 1980. Þarna átti bara að henda ákveðnum hluta sögunnar. Ég spurði hana hvort ég mætti ekki eiga grindverkið og hún sagði: „Jú, að sjálfsögðu, Logi minn”. Það var þá sem ég ákvað að ég myndi gera listaverk úr þessum grindverksbúti. Ég vissi að ég vildi sýna það en þá var bara spurning um hvernig væri best að gera það,” segir Logi.” (tekið úr viðtali við Loga í Mannlíf þann 5. september 2020)
Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram