Ráðist á 16 ára dreng á vespu

Á níunda tímanum í gærkvöldi barst lögreglu tilkynning um líkamsárás í Hafnarfirði.

Ökumaður bifreiðar virtist ósáttur við ökulag 16 ára drengs á vespu. Hann ók utan í vespuna, fór út úr bifreiðinni og tók kveikju­lá­slykla úr vespunni. Kastaði þeim í jörðina og sló drenginn í andlitið. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu.

Auglýsing

læk

Instagram