Auglýsing

Ráðist á mann sem hafði sjálfur verið sakaður um líkamsárás

Um klukkan hálf sex í gær fékk lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynningu um líkamsárás í Kópavogi. Að sögn árásarþola hafði maður veitt honum áverka á bringu og hendi. Árásarmaðurinn var farinn af vettvangi þegar lögregla mætti á svæðið.

Ekki liðu nema 40 mínútur þar til lögregla fékk aðra tilkynningu um líkamsárás í Kópavoginum en þá höfðu fjórir menn ráðist á mann og var þar um að ræða saman mann og hafði verið sakaður um líkams­á­rásina fyrr um kvöldið. Einnig unnu þeir skemmdir á bíl hans.

Í dagbók lögeglu segir að maðurinn hafi verið handtekinn og fluttur á bráðadeild til aðhlynningar áður en hann var vistaður í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn málsins.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing