Skellt í lás á Lækjabrekku

Veitingastaðurinn Lækjarbrekka hefur verið eitt af kennileitum miðbæjar Reykjavíkur síðan staðurinn opnaði árið 1981.

Staðnum hefur nú verið lokað, að öllum líkindum til frambúðar. Ívar Þórðarson annar eigandi staðarins segir að mikill skaði hafi orðið í rekstrinum, bæði eftir fall WOW air í fyrra og svo aftur nú þegar Covid-19 tók að herja á heiminn.

„Þetta er líklega varanlegt, að minnsta kosti í þessari mynd. Hvort ég eða einhver annar stígur inn í þetta vörumerki síðar er annað mál. En eins og staðan er núna treystum við okkur ekki til að bæta skaðann sem varð bæði af falli WOW air í fyrra og síðan þessum Covid-hryllingi núna. Þetta eru tvö risahögg og við erum ekki fjárfestar. Fórum út í þetta tveir með uppbrettar ermar og þegar svona hamfarir dynja yfir mann þá er þetta bara staðan,“ segir hann í samtali við DV

Ívar segir þetta mikið áfall en hann vilji þó ekki leika fórnarlamb.

„Við brosum bara í æðruleysinu, ég er búinn með dramakastið. Það er enginn reiður og enginn bitur,“ segir Ívar, sem einbeitir sér nú að rekstri Humarhússins, sem er einnig í eigu Ívars, en þar er allt í fullum gangi ennþá.

Auglýsing

læk

Instagram